Heimar hf.: Birting ársuppgjörs 2024


Heimar hf. („Heimar“) munu birta samþykkt uppgjör fyrir tímabilið 1.1.- 31.12.2024, eftir lokun markaða fimmtudaginn 13. febrúar 2025.

Af því tilefni bjóða Heimar til opins kynningarfundar samdægurs kl. 16:15. Fundurinn verður haldinn í nýjum höfuðstöðvum félagsins í Smáralind, Hagasmára 1, 201 Kópavogi. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima, mun kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu. Skráning á kynningarfundinn fer fram í gegnum netfangið fjarfestatengsl@heimar.is

Fundinum verður einnig varpað í gegnum netið á eftirfarandi slóð: 
https://www.heimar.is/kynningarfundir/arsuppgjor-2024/

Nánari upplýsingar veitir Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima hf., sími: 821 0001